1. kafli - Brúðkaupsafmælið

Blóðið ólgaði í æðunum á Bob, þar sem af veikum mætti reyndi að ná tökum á sjálfum sér inná herbergissvítunni á Búlgarska skíðahótelinu.  Hann var alla jafna rólyndismaður.  Yfirvegaður og lét fátt koma sér úr jafnvægi.  Það var líka einsog hluti af persónu hans og hluti af starfinu sem yfirmanns Rannsóknarbókaútgáfusviðs Bandaríska Heilbrigðismálaráðuneytisins, eða RBH einsog það var kallað í daglegu tali.  Hann hafði mikil völd og honum var treystandi fyrir þeim. Núna hafði Bob hinsvegar látið slá sig algjörlega útaf laginu, látið koma sér úr jafnvægi.

#     

Fjölskyldan hafði ákveðið að þau færu öll saman í frí, til að halda uppá silfurbrúðkaup hans og Marjorie.  Börnin áttu hugmyndina og Bob fannst því bráðupplagt að nýta boð Búlgarsks lyfjafyrirtækis í skíðaferð fyrir alla fjölskylduna.  Ferðin hafði heppnast vel framað þessu.  Bob samdi við skíðaskóla um að fá afnot af kennara fyrir fjölskylduna þessa viku sem þau væru á svæðinu.  Skíðakennarinn, Vasil, var geðslegur piltur sem lét sér annt um öryggi fjölskyldunnar og að þau gætu öll skíðað áðuren þau færu heim. Vasil var holgóma og hafði greinilega gengist undir röð misheppnaðra lýtaaðgerða. Serene, tvítug dóttir þeirra hjona var alveg heilluð af Vasil.  Svo vel kom þeim saman að hún bað um að fá að bjóða honum í veisluna, sem börnin héldu foreldrum sínum síðasta kvöldið í ferðinni.  Það hvarflaði ekki að þeim Bob og Marjorie að hafna þeirri bón Serene, enda var Vasil nánast orðinn eins og einn af fjölskyldunni eftir þessa frábæru viku, sem þau höfðu eytt saman í brekkunum.  Vasil og syni þeirra, Christopher Robin, kom líka sérlega vel saman.

#    

Veislan var haldin í veitingasal hótelsins. Maturinn var góður og starfsfólkið, sem þau voru farin að þekkja velflest með nafni, lék á als oddi.  Gjöfunum hreinlega rigndi yfir þau.  Meira að segja Vasil færði þeim gjafir. Engar smá gjafir.  Nordica Hot Rod - Topfuel skíðaklossa á þau bæði. Bob og Marjorie voru orðlaus af undrun. Vasil sá að þau urðu vandræðaleg og var fljótur að segja að hann fengi þetta fyrir slikk, sem ritari stjórnar Búlgarska Snjóbretta-kennarasambandsins.  Þeim hjónum var létt og föðmuðu Vasil og kjössuðu.

#

Þegar þau fjölskyldan, og Vasil, voru í þann mund að klára síðasta réttinn, kom maður að borðinu þeirra.  Vasil stóð vandræðalegur á fætur og kynnti hann sem föður sinn.  Bob tók náttúrulega ekki annað í mál en að hann settist við borðið hjá þeim, og pantaði handa honum drykk.  Úr þessu varð hið skemmtilegasta samsæti, og drykkirnir héldu áfram að koma.  Serene færði sig um sæti, svo að hún gæti verið við hliðina á Vasil, sem hún var nú greinilega farin að renna hýru auga til.  Þá lenti Marjorie í því hlutverki að halda uppi samræðum við föður Vasil, sem aldrei var raunar kynntur með nafni.  Marjorie bætti snarlega úr því og þau skemmtu sér konunglega þrátt fyrir að skilja hvort annað nánast ekkert.

#

Marjorie og föður Vasil kom vel saman, fullvel mætti kannski segja.  Drykkjan hélt áfram og þeir feðgar voru farnir að panta hressilega af vodkanum, sem rann ofaní fólkið einsog skólp niður ræsi.  Hlutirnir urðu frekar móðukenndir og Bob áttaði sig ekki alveg á atburðarrásinni, en hingað uppá brúðarsvítu þeirra hjóna var hann kominn, brúðarlaus.

#

Bob reyndi af öllum mætti að einbeita sér og gefa sig ekki þessum ókunnugu tilbinningum á band, en allt kom fyrir ekki.  Blóðið ólgaði í æðunum og fossaði útí útlimina, um höfuðið, svo hann heyrði ekki, sá ekki og skynjaði ekki stund eða stað.  Hann hafði ekki stjórn á neinu lengur.   Bob sjálfur, var aðeins einsog lítill hluti þessara brjálæðislegu tilfinninga; verkfæri, en ekki viljalaust. Alls ekki, það var einmitt málið og það sem hræddi hann mest.  Honum fannst hver einasta taug, vöðvi og fruma í líkamanum strekkjast, teygjast og herpast, einsog hver einasta frumeind lyfti grettistaki.  Honum fannst hann leysast upp í frumeindir í þessum átökum, án þess að þreytast, heldur þvert á móti hvílast.  Svo kom að því að hann fann taktfastar bylgjur einsog frá frá hans eigin kjarna, upp til höfuðsins og útí fingurgóma, tær og jafnvel hár.  Hann fann hárin rísa um allan skrokk þegar þessi fullnæging tætti hann í sundur og límdi saman aftur.  Bob fann fyrir heitum svita spretta út, sem kólnaði strax og hann fékk snöggan hroll.  Honum varð litið í brún augun og tók eftir glampanum þegar Vasil kyngdi og sagði, “happy anniversary”.

<<<<>>>> 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband